Nova setur upp sendi í Þykkvabæ

Símafyrirtækið Nova setti nýlega upp 3G sendi við Þykkvabæ. Þessi sendir mun stórbæta sambandið á þessum slóðum en til þessa hefur það verið ansi dræmt.

Í tilkynningu frá Nova segir að margir á svæðinu hljóti að gleðjast yfir þessum fregnum.

Nova er annað stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi og var fyrst íslenskra símafyrirtækja til þess að bjóða upp á 4G/LTE þjónustu. 3G og 4G farsímaþjónusta Nova næst vítt og breitt um landið og unnið er að því að fjölga sendum jafnt og þétt.​

Fyrri greinHálka á sunnlenskum vegum
Næsta greinEinn sendur akút á sjúkrahús