Nova bætir sambandið á Hellu

Nova setti nýlega upp nýjan 3G sendi á Hellu og mun þessi sendir efla sambandið á svæðinu. Þá var einnig settur í loftið fyrsti 4G sendirinn á svæðinu.

Nova vinnur að því að efla og stækka þjónustusvæði sitt um land allt en í dag nær 3G þjónusta Nova til 95% landsmanna og sífellt bætast ný 4G svæði á kortið.

Nova er annað stærsta farsímafyrirtækið á Íslandi og var fyrst íslenskra símafyrirtækja til þess að bjóða upp á 4G/LTE þjónustu.

Í tilkynningu frá Nova eru íbúar Hellu og viðskiptavinir Nova á svæðinu boðnir velkomnir í enn betra samband.

Fyrri greinGuðlaug ráðin verkefnastjóri á skrifstofu HSu
Næsta greinFlaug út fyrir veg