Norsk lögreglustöð í Þorlákshöfn

Húsið sem hýsti verslunina Rás við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur fengið andlitslyftingu en í dag líkist það norskri lögreglustöð.

Ástæðan eru upptökur á norskri kvikmynd sem tekin verður upp í Þorlákshöfn og víðar á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Barböru Guðnadóttur, menningarfulltrúa Ölfuss, er um að ræða norsk-íslenskt samvinnuverkefni en myndin verður ennfremur að einhverju leiti tekin í Noregi.

Fyrri greinÁrborg valtaði yfir Afríku
Næsta greinBlómstrandi dagar um helgina