Norðaustan stormur á nýársdag

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland og gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá morgni nýársdags fram á aðfaranótt 2. janúar.

Veðrið byrjar fyrst að versna á Suðurlandi og þar er gul viðvörun í gildi frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 3 aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir 18-25 m/sek með slyddu og snjókomu. Skyggni verður lélegt og mjög slæmt ferðaveður, sérstaklega undir Eyjafjöllum og að Mýrdal þar sem búast má við vindhviðum yfir 45 m/sek. Vegagerðin gerir ráð fyrir því að Suðurlandsvegur undir Eyjafjöllum verði á óvissustigi og jafnvel lokaður frá klukkan 7 að morgni nýársdags og fram að miðnætti.

Á Suðausturlandi er appelsínugul viðvörun í gildi frá klukkan 7 að morgni nýársdags til klukkan 4 aðfaranótt sunnudags. Gert er ráð fyrir norðaustan 20-30 m/sek og hvassast í Öræfum og Mýrdal þar sem gert er ráð fyrir vindhviðum yfir 45 m/sek. Slydda eða snjókoma með lélegu skyggni og ekkert ferðaveður.

Fyrri greinEva María og Hergeir íþróttafólk Umf. Selfoss 2021
Næsta greinEðlileg virkni undir Ingólfsfjalli