Nokkur fiskgengd en áframhaldandi vatnsleysi

Á milli 400 og 500 fiskar hafa farið í gegnum teljara Veiðimálastofnunar í Grenlæk í Skaftárhreppi í sumar.

Að sögn Erlends Björnssonar, formanns veiðifélagsins í Grenlæk, hefur fiskurinn verið að ganga undanfarið og sagðist hann sjá nokkurn fisk í ánni.

Erlendur sagði að veiði hefði verið mjög takmörkuð það sem af er sumri, sjálfur hefur hann aðeins selt fimm daga í ánna í sumar. Hann sagðist þó gera ráð fyrir að hleypa gamalkunnum hollum í ánna í haust.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu