Nokkuð rólegt í Galtalæk

Skemmtanahald fór vel fram í Galtalæk í nótt en á fimmta þúsund manns var þar á Bestu tónlistarhátíðinni.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var minni erill í nótt en aðfaranótt laugardags. Þrír voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá komu nokkur smærri fíkniefnamál upp á svæðinu en enginn þurfti að gista fangageymslur lögreglu.