Nokkrir sunnlenskir listamenn á meðal launþega

Í dag var birt úthlutun listamannalauna árið 2015 og má finna nokkra sunnlenska listamenn þar í hópi 267 einstaklinga og hópa.

Til úthlutunar voru 1.601 mánaðarlaun, sótt var um 10.014 mánuði. Alls bárust 769 umsóknir frá einstaklingum og hópum (1296 einstaklingar) um starfslaun og ferðastyrki og var úthlutað til 267 einstaklinga og hópa. Samkvæmt fjárlögum 2015 eru mánaðarlaunin 321.795 kr. Um verktakagreiðslur er að ræða.

Meðal þeirra Sunnlendinga sem eru á úthlutunarlistanum eru Sirra Sigrún Sigurðardóttir sem fær níu mánaða laun úr launasjóði myndlistarmanna. Úr launasjóði rithöfunda fær Guðmundur Brynjólfsson þriggja mánaða laun, Friðrik Erlingsson sex mánaða laun og Sölvi Björn Sigurðsson tólf mánaða laun.

Hreiðar Ingi Þorsteinsson færi þriggja mánaða laun úr launasjóði tónskálda og Elín Gunnlaugsdóttir sex mánaða laun úr sama sjóði.

Úthlutunina má kynna sér hér.

Fyrri greinÞrír Sunnlendingar í landsliðinu
Næsta greinGlæsileg þrettándagleði í frábæru veðri