Nokkrir hálendisvegir opnaðir í dag

Búið er að opna leið inn í Landmannalaugar fyrir 4×4 bíla. Enn eru flestar leiðir á hálendinu lokaðar en það styttist í að hægt verði að opna Kjalveg allan.

Sjá nýtt hálendiskort sem er gefið út í dag. Skyggðu svæðin sýna akstursbann.

Það er mikill snjór á hálendinu víða og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni að aðstæður eru erfiðar, myndin var tekin 9. júní sl. og hafa aðstæður breyst mjög til hins betra síðan þá.

Fyrri greinFornbókauppboð í Hveragerði
Næsta greinHeilsustofnunin í Hveragerði 60 ára