Nóg framboð af leikskólaplássum í Hveragerði

Leikskólinn Undraland. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Foreldrar og forráðamenn allra barna í Hveragerði sem fædd eru árið 2018 fengu boð um leikskólavistun í haust og hófst inntaka elstu barnanna nú í ágúst.

Síðar í haust og í byrjun vetrar mun þeim yngstu bjóðast pláss en Hveragerðisbær stefnir að því að yngstu börn á leikskóla verði 10-11 mánaða undir lok árs.

„Bæjarfélagið hefur sjaldan getað boðið þessum hópi betri þjónustu en nú. Með uppbyggingu nýja leikskólans, Undralands, sem nú hefur verið tekinn að fullu í notkun hefur framboð á leikskólaplássum aukist til muna og því er nú mögulegt að bjóða jafn ungum börnum og hér um ræðir leikskólavistun,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.

Fyrri greinFyrstu réttir 6. september
Næsta greinEinstök heimild í menningar- og hugmyndasögu