Nóg af vatni í Sundhöllinni

Kjallari Sundhallar Selfoss fór á flot í dag þegar regnvatn fór að streyma upp úr niðurföllum í kjallaranum.

Fráveitukerfið við Bankaveg hafði ekki við þegar gríðarmiklar skúrir gengu yfir Selfoss í dag svo að vatnið fann sér leið uppúr niðurföllum í kjallara Sundhallarinnar.

Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sundstaða Árborgar, var í óðaönn að skafa gólfið ásamt starfsmönnum sínum þegar sunnlenska.is bar að garði en að auki unnu starfsmenn Vatnstjóns.is að því að dæla vatninu í burtu.

Tjón er lítið sem ekkert en hreinsunarstarf mun standa eitthvað fram á kvöld. Í upphafi verks var um 500 lítrum á mínútu dælt upp úr kjallaranum.

Fyrri greinJón Kári kláraði Hamar
Næsta grein70 tonna leikmunur nærri sokkinn