Nöfn hjónanna sem létust

Hjónin sem létust í hjólhýsi sínu í Þjórsárdal í gærkvöldi hétu Edda Sigurjónsdóttir og Alexander G. Þórsson til heimilis að Lækjasmára 2 í Kópavogi.

Þau voru 67 ára og 72 ára og láta eftir sig þrjú uppkomin börn og átta barnabörn.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins vinna að rannsókn málsins. Sérstaklega er verið að skoða miðstöðvarbúnað hjólhýsisins og loftræstingu.

Fyrri greinSegja Kjalveg dragbít í ferðaþjónustunni
Næsta greinBandarísku sendiherrahjónin heimsóttu Eyrarbakka