Njálurefillinn hlaut Menntaverðlaun Suðurlands

Njálurefillinn á Hvolsvelli hlaut Menntaverðlaun Suðurlands 2014 en það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á dögunum.

Það eru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem eiga veg og vanda að tilurð Njálurefilsins en í umsögn um verðlaunin segir m.a. að með Njálureflinum sé Njálssaga sýnd frá öðru sjónarhorni en áður og mikilvæg samvinna á sér stað við öll skólastig og almenning þar sem miðlun bæði sögunnar og þessa forna handverks á sér stað

Verkefnið snýst um að sauma Njálssögu í 90 metra langan refil með refilsaum sem er forn útsaumur frá víkingaöld. Öllum er velkomið að koma og sauma og setja þar með spor sín í listaverkið.

Fyrri greinVilja sjá um rekstur íþróttamannvirkja
Næsta greinDramatískt jafntefli á Selfossi