Njála lesin í allan dag

Nemendur 10. bekkjar í Hvolsskóla á Hvolsvelli hafa nú lesið Brennu-Njáls sögu í tæpar sjö klukkustundir.

Njálulestur er árlegur viðburður í Hvolsskóla á Degi íslenskrar tungu og lýkur honum um kl. 19 í kvöld.

Lesturinn er brotinn upp með ýmsum atriðum en heiðursgestur að þessu sinni var Guðni Ágústsson sem heimsótti skólann í morgun.

Kl. 16 í dag stígur Hringur, kór eldri borgara í Rangárþingi, á stokk og tekur lagið. Að því loknu heldur lesturinn áfram og verður lesið í einni beit þar til sögunni er lokið.

Fyrri greinÁkvörðun um færslu Markarfljóts veldur uppnámi
Næsta greinRabbabaraísinn besta sunnlenska afurðin