Níutíu nemendur og sex starfsmenn FSu í sóttkví

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Níutíu nemendur og sex starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands eru komnir í sóttkví eftir að kennari í skólanum greindist með COVID-19.

Þetta kemur fram í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari, sendi nemendum og foreldrum í kvöld.

Í póstinum ítrekar skólameistari að það sé mjög mikilvægt að þeir sem verða varir við einkenni kóróna smits hafi samband við næstu heilsugæslustöð eða símanúmerið 1700 til að fá leiðbeiningar um sýnatöku og næstu skref. Almannavarnir vilji fá öll tilfelli staðfest sem koma upp.

Á vefsíðunni covid.is, sem Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að, kemur fram að fjórir einstaklingar á Suðurlandi séu smitaðir af COVID-19.

Fyrri greinÞórsarar ekki í úrslitakeppnina
Næsta greinÍþróttahreyfingin vinnur saman í samkomubanninu