Níu vörur frá ILVA tilnefndar til verðlauna

Nohr hægindastóllinn er ein af þeim vörum sem tilnefndar eru til hönnunarverðlauna Bo Bedre.

Hvorki meira en minna en níu vörur frá ILVA eru tilnefndar til hönnunarverðlauna Bo Bedre en þetta virta danska lífstíls- og hönnunartímarit stendur árlega fyrir verðlaununum.

„Íslenska ILVA teymið er mjög stolt af tilnefningunni og það eru einmitt hönnunardagar í verslununum sem standa yfir til 18. apríl,“ segir Anna Soffía Árnadóttir, markaðsstjóri ILVA í samtali við sunnlenska.is.

„Við hvetjum alla til að kíkja í heimsókn og skoða vörurnar sem eru tilnefndar, kynna sér flotta danska hönnun og fræg vörumerki sem verslanir ILVA bjóða upp á,“ bætir Anna Soffía við en góð tilboð eru á sérvöldum vörum á meðan á hönnunardögunum stendur.

Smelltu hér til að skoða vörurnar sem eru tilnefndar.

Fyrri greinHéraðsþing HSK á Hellu tókst vel
Næsta greinÞór valtaði yfir Grindavík og mætir Haukum