Níu umsóknir um stöðu skólastjóra

Níu umsækjendur eru um starf nýs skólastjóra í Víkurskóla í Mýrdal en staðan var auglýst fyrr í mánuðinum.

Umsækjendurnir eru Anna Björnsdóttir, Daníel Arason, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Jóhanna Thorsteinsson, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Magnús J. Magnússon, Sveinbjörn Jón Ásgrímsson og Þorkell Ingimarsson.

Magnús Sæmundsson, fyrrverandi skólastjóri, sagði starfi sínu lausu í desember sl. og í hans stað var Anna Björnsdóttir ráðin tímabundið, út þetta skólaár.