Níu sækja um sviðsstjórastöðu

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Níu manns sækja um stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar sem auglýst var á dögunum. Viðkomandi mun taka við starfinu af Þorsteini Hjartarsyni, sem hefur verið skipaður skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Alls bárust ellefu umsóknir um starfið en tveir umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka. Umsækjendurnir eru:

Erla Þórdís Traustadóttir, verkefnastjóri
Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri
Melkorka Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Nói Kristinsson, sérfræðingur
Sandra Brá Jóhannsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri
Sif Huld Albertsdóttir. framkvæmdastjóri

Fyrri greinSelfoss fékk FH í bikarnum
Næsta greinSást síðast í Þorlákshöfn