Níu sækja um starf forstöðumanns Lands og skógar

Höfuðstöðvar Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Níu umsækjendur eru um starf forstöðumanns nýrrar stofnunar, Lands og skógar, sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Umsækjendurnir eru:
• Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri
• Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
• Ágúst Sigurðsson, fagstjóri
• Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri
• Gísli Tryggvason, lögmaður
• Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri
• Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri
• Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri
• Páll Sigurðsson, skipulagsfulltrúi

Matvælaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar. Hæfnisnefnd skipa Kristján Skarphéðinsson, fyrrum ráðuneytisstjóri, Björn Helgi Barkarson, skrifstofustofustjóri í matvælaráðuneytinu og Auður Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Vinnvinn.

Fyrri greinEinstakir Djäss-tónleikar í Tryggvaskála
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys á Þrengslavegi