Níu sækja um starf bæjarritara

Hveragerði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Níu umsækjendur eru um starf bæjarritara Hveragerðisbæjar sem auglýst var á dögunum. Upphaflega bárust þrettán umsóknir um starfið en fjórir drógu umsókn sína til baka.

Umsækjendurnir eru:
Árdís Einarsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks
Garðar Kristinsson Thorlacius, lögfræðingur og réttindagæslumaður fatlaðs fólks
Íris Bjargmundsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra hjá URN
Jónína Guðmundsdóttir, lögmaður
Kristín Þóra Harðardóttir, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu á skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála
Margrét Harpa Garðarsdóttir, aðstoðarsaksóknari, yfirmaður ákærusviðs og staðgengill lögreglustjóra
Ólafur Kristinsson, lögmaður
Sverrir Sigurjónson, lögmaður og fasteignasali
Þórður Guðmundsson, lögmaður

Samkvæmt upplýsingum frá Hveragerðisbæ er verið að vinna úr umsóknum og er áætlað að ráðningarferlinu ljúki í seinni hluta ágústmánaðar.

Fyrri greinUmf. Hekla og Reykjagarður gera samstarfssamning
Næsta greinAftur til framtíðar með Hr. Eydís