Níu sækja um skólastjórastarf

Flóaskóli. Ljósmynd/Flóahreppur

Níu umsækjendur eru um starf skólastjóra í Flóaskóla sem auglýst var á dögunum. Umsóknirnar voru ellefu í upphafi en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Umsækjendurnir eru:
Aðalheiður Jóhanna Ólafsdóttir, fagkennari
Álfheiður Tryggvadóttir, kennsluráðgjafi
Björgvin Þór Þórhallsson, verkefnastjóri
Hrund Harðardóttir, kennsluráðgjafi
Íris Anna Steinarrsdóttir, kennari
Jóhanna Margrét Eðvaldsdóttir, umsjónarkennari
Karl Sigtryggsson, grunnskólakennari
Sigríður Pálsdóttir, deildarstjóri yngra stigs grunnskóla
Þórunn Jónasdóttir, skólastjóri

Úrvinnsla umsókna og viðtöl fara fram næstu daga. Nýi skólastjórinn tekur við starfinu af Gunnlaugu Hartmannsdóttur, sem síðla veturs var ráðin deildarstjóri skólaþjónustu hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Fyrri greinÞjótandi með lægra boðið í Árbæjarveg
Næsta greinÓvæntur skellur í fyrsta leik