Níu í framboði hjá D-listanum í Árborg

Níu bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Árborg en framboðsfrestur er runninn út.

Þetta eru þau Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi, Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri Selfossbíós, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Svf. Árborgar, Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri Icecool og bæjarfulltrúi, Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari, Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi, Magnús Gíslason, sölustjóri, Ragnheiður Guðmundsdóttir, verslunarmaður og Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi.

Prófkjörið fer fram þann 22. mars næstkomandi.