Níu frambjóðendur hjá Sjálfstæðisflokknum

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Níu frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer laugardaginn 29. maí nk.

Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kom saman í morgun og fór yfir framboð sem bárust áður en framboðsfrestur rann út. Voru þau öll úrskurðuð gild. Þrjár konur og sex karlar taka þátt í prófkjörinu og er meðalaldur frambjóðenda er 47 ár.

Í prófkjörinu velja þeir sem taka þátt fimm frambjóðendur hver.

Vilhjálmur Árnason og Guðrún Hafsteinsdóttir sækjast eftir 1. sætinu en sæti annarra frambjóðenda eru innan sviga hér á eftir.

Frambjóðendur eru:
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Reykjanesbæ (2. sæti)
Björgvin Jóhannesson, fjármálastjóri, Sveitarfélaginu Árborg (3. sæti)
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, Skaftárhreppi (2.-3. sæti)
Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ (3. sæti)
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri, Hveragerði (1. sæti)
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, laganemi, Rangárþingi eystra (4.-5. sæti)
Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri, Vestmannaeyjum (4. sæti)
Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ (4. sæti)
Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Grindavík (1. sæti)