Níu fluttir með flugi á sjúkrahús

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Harður árekstur varð milli fólksbifreiðar og jeppabifreiðar á Suðurlandsvegi við Öldulón austan Fagurhólsmýrar um kl. 14:00 í dag.

Níu manns voru í bílnum og verða þeir allir fluttir með flugi til Reykjavíkur, en til þess verða nýttar tvær þyrlur og ein flugvél frá Landhelgisgæslunni. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að allir sem í bílunum voru séu með góð lífsmörk.

Veginum var lokað á meðan á vinnu á vettvangi stóð en núna, upp úr klukkan 16, er verið að hreinsa til á veginum og undirbúa opnun.

Hinsvegar má gera ráð fyrir umferðartöfum eitthvað áfram. Mikil hálka var á vettvangi í dag, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar.

Fyrri greinHver er Sunnlendingur ársins 2022?
Næsta greinTalsverður eldur á byggingarsvæði í Ölfusi