Nína ráðin útibússtjóri Landsbankans

Nína Guðbjörg Pálsdóttir mun í byrjun júlí taka við stjórn útibús Landsbankans á Selfossi. Hún tekur við starfinu af Gunnlaugi Sveinssyni sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir.

Nína hefur starfað í Landsbankanum í 31 ár. Frá 2004 til 2010 var hún útibússtjóri á Selfossi en frá 2011 til 2018 var hún forstöðumaður á einstaklingssviði Landsbankans og síðan sérfræðingur í áhættustýringu.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 6/2018 – Úrslit
Næsta greinHrafnhildur lánuð í Selfoss