Nína í höfuðstöðvarnar

Nína G. Pálsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Selfossi, hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaþjónustu Viðskiptabanka í höfuðstöðvum Landsbankans.

Nína hefur gengt stöðu útibússtjóra á Selfossi um tæplega sex ára skeið og var áður sérfræðingur á fyrirtækjasviði og fyrirtækjafulltrúi í útibúinu á Selfossi. Hún hefur starfað í Landsbankanum í 23 ár.

Staða útibússtjóra á Selfossi var auglýst laus til umsóknar í Fréttablaðinu sl. laugardag.