Nikkuleikur á sundlaugarbakkanum

Guðni Sighvatsson íþróttafræðingur hefur staðið fyrir vatnsleikfiminámskeiði fyrir eldri borgara í Rangárþingi ytra undanfarin sjö ár og var engin breyting á því þetta árið.

Námskeiðið í ár vakti mikla lukku sem fyrr og var mæting góð. Allt að fimmtán manns mættu að jafnaði tvisvar í viku síðustu sjö vikur í sumar.

Lokadagur námskeiðsins í ár var í gær en þá mætti Jóhann Bjarnason, harmonikkuleikari, á sundlaugarbakkann og tók nokkur vel valin lög í tilefni dagsins.

Gert er ráð fyrir að áframhald verði á þessu námskeiði að ári enda gerður góður rómur að því.

Fyrri greinRáðskonuríki í Tryggvaskála í kvöld
Næsta greinSkilti afhjúpað á Egilstorgi