Niðurgreiðslu á húsnæði hætt

Tillaga þess efnis að niðurgreiðsla á húsnæði starfsmanna leik- og grunnskóla verði felld niður var samþykkt samhljóða á síðasta fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra.

Segir í fundargerð að markmiðið með tillögunni sé annars vegar hagræðing og hins vegar að jafnræðis sé gætt milli starfsmanna sveitarfélagsins.

Ákvörðun þessi mun taka gildi þegar samningstíma lýkur. Þangað til munu núverandi samningar verða í gildi.

Fyrri greinJólagjöf til Tindastóls
Næsta greinÞyrla sótti konu á Klaustur