Neysluskammtar fundust í vösum ökumanns

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo ökumenn í liðinni viku, grunaða um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum áfengis.

Annar þeirra var á ferðinni í Árnessýslu en hinn í V-Skaftafellssýslu.

Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var í Árnessýslu og við framkvæmd öryggisleitar á honum fannst „neysluskammtur“ af ætluðu amfetamíni annarsvegar og kannabis hinsvegar.