Neyðarkall Björgunarfélags Árborgar

Í dag hefst sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna og lýkur henni á sunnudag.

Björgunarfélag Árborgar mun selja Neyðarkallinn á Selfossi, Stokkseyri og í Flóahreppi.

Neyðarkallinn hefur verið ein stærsta fjáröflun Björgunarfélagsins undanfarin ár og eru sem flestir hvattir til að leggja málefninu lið.

Á Selfossi verður Neyðarkallinn seldur við verslanir Bónus, Krónunnar, Vínbúðarinnar og Tölvulistans. Einnig verður gengið í hús á Stokkseyri í dag, fimmtudag.

Fyrri greinEftirleitir í Höfðabrekkuafrétti
Næsta greinFjárhagsaðstoð hækkar ekki