Neyðarblys reyndust vera ljósker

Klukkan 18:22 var tilkynnnt um tvö neyðarblys á Selfossi í norðaustri að uppsveitum Árnessýslu. Eftir snarpa könnun lögreglu og björgunarsveita kom í ljós að um var að ræða ljósker sem sett var á loft á Selfossi af góðum hug.

Lögregla og björgunarsveitir könnuðu málið og kölluðu meðal annars eftir upplýsingum á Facebook. Eftir ábendingar í gegnum samfélagsmiðilinn kom í ljós að um var að ræða kertaloftbelg. Haft var samband við viðkomandi mann sem staðfesti að hafa sett tvö ljósker á loft á þessum tíma. Málið telst því upplýst.
Lögregla og svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 3 unnu saman að finna út nákvæma staðsetningu en um var að ræða tvö ljós á mismunandi tíma, rauðgul á lit, tvö saman og annað var töluvert neðar en hitt.
Ljósker sem þessi hafa áður villt um fyrir fólki og hefur Landhelgisgæslan meðal annars brýnt fyrir þeim sem hafa í huga að senda upp slík ljósker að láta lögreglu vita um stað og tímasetningu til að viðbragðsaðilar séu upplýstir.
UPPFÆRT KL. 21:16
Fyrri greinVinnusmiðja á Hvolsvelli um helgina
Næsta greinLið FSu stóð sig vel í Boxinu