Neyðarblys yfir Jökulheimum

Björgunarsveitir af Suðurlandi, Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu eru nú að hefja leit á Vatnajökli en neyðarblys sást upp af Jökulheimum fyrr í kvöld. Verið er að senda bílaflokka og snjóbíla á svæðið.

Þetta er ekki eina útkall björgunarsveita á jökulinn í kvöld. Verið er að aðstoða 25 bíla ferðahópur niður af jöklinum og einnig heyrðist hjálparbeiðni í gegnum rás í VHF kerfinu.

Í nokkurn tíma náðist ekki samband við þá sem sendu þá beiðni og var því blásið til leitar. Að lokum náðist í fólkið og hafði það komist af sjálfsdáðum í skála við Grímsfjall þar sem það bíður nú af sér slæmt veður.

UPPFÆRT 17.03 KL. 09:00: Björgunarsveitir leituðu í nótt á svæði upp af Jökulheimum á Vatnajökli þar sem neyðarblys sást á lofti í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til leitar, en ekkert fannst og engin skýring fannst á blysinu.
Fyrri greinÁrborg og KFR með sigra
Næsta greinVortónleikar í dag