Nettó styrkir Sjóðinn góða og fleiri góðgerðarfélög

Ingibjörg Ásta og Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásamt Laufeyju Einarsdóttur frá Fjölskylduhjálp Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Árleg úthlutun jólastyrkja Nettó fór fram í síðustu viku, þar sem styrkir voru veittir til góðgerðarfélaga um allt land.

Meðal þeirra sem hljóta styrki eru Sjóðurinn góði á Suðurlandi. Nettó hefur veitt jólastyrki um árabil og hefur fyrir löngu skapast sú hefð að styðja við efnaminni fjölskyldur á Íslandi með þessu hætti í aðdraganda jóla.

„Við finnum sterkt fyrir því að svona styrkir skipta gífurlegu máli. Nettó hefur lagt ríka áherslu á að leggja sitt á vogarskálarnar til að styðja við þau sem á þurfa að halda í kringum hátíðarnar um allt land og í ár var engin breyting gerð þar á,” segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Nettó.

„Verslunarstjórar víðsvegar um landið munu sjá um að útdeila kortum til hjálparstofnanna í hverju nærsamfélagi fyrir sig. Það var ákaflega góð tilfinning að koma kortunum í hendur þessara stjórnenda sem sinna jafn óeigingjörnu starfi og raun ber vitni og vita að kortin munu sannarlega koma sér vel hjá fjölskyldum um allt land,“ bætti Ingibjörg við.

Fyrri grein3,8 í Kötlu
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys við Reynisfjall