Netkosningin hafin

Kosning á netstúlku sunnlenska.is er hafin en netstúlkan verður krýnd á föstudagskvöld þegar keppnin Ungfrú Suðurland 2011 fer fram á Hótel Selfossi.

Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru Brynhildur Helgadóttir frá Vestmannaeyjum, Fjóla Sif Ríkharðsdóttir frá Vestmanneyjum, Guðný Ósk Ómarsdóttir frá Vestmannaeyjum, Guðrún Birna Gísladóttir frá Hveragerði, Helga Rún Garðarsdóttur frá Hólmi í A-Landeyjum, Hildur Rós Guðbjargardóttir frá Selfossi, Íris Bachmann Haraldsdóttir frá Selfossi, Karen Hauksdóttir frá Blesastöðum á Skeiðum og Kristrún Ósk Hlynsdóttir frá Vestmannaeyjum.

Hnappur á netkosninguna er efst í dálkinum hér til vinstri. Netkosningunni lýkur kl. 18 á föstudag og er hægt að kjósa einu sinni á dag úr hverri tölvu.