Nethraði stóreykst í Vík

Í sumar hefur Síminn unnið að uppfærslu símstöðvarinnar í Vík. Sveitarstjórinn segir þetta kærkomið framfaraskref.

Með breytingunni er eldri símstöðvum skipt út fyrir nýrri, svokallaðri ISAM stöð. Flutningsgeta fer í allt að 16Mb/s en eldri stöðvar ráða við 8 Mb/s. Þetta þýðir að íbúar í Vík eiga kost á mun meiri nethraða og gagnaflutningi og öðlast aðgang að tugum sjónvarpsstöðva. Þá geta viðskiptavinir Símans á svæðinu nýtt sér VOD-þjónustu Skjásins, stafræn myndbandaleiga, sem býður notendum upp á að leigja kvikmyndir og þætti. Auk þess er VOD þjónustan með fjölbreytt ókeypis efni á borð við barnaefni,fréttir o.fl. Efnið er aðgengilegt hvenær sem er sólarhringsins.

,,Þetta er kærkomið framfaraskref fyrir íbúa hér og hefur vissulega mikila þýðingu fyrir atvinnulífið því umtalsverð vinna fer fram á netinu og verður skilvirkari og þægilegri með auknum gagnaflutningi og hraða. Þá hafa bæjarbúar beðið þess að geta horft á sjónvarp með öllum þeim möguleikum sem Sjónvarp Símans býður upp á,” sagði Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í samtali við sunnlenska.is.

Áskrifendum að Sjónvarpi Símans gefst einnig kostur á móttöku og afspilun sjónvarpsefnis í háskerpugæðum (HDTV). Háskerpa nýtir dreifileið Sjónvarps Símans um ADSL til að senda út sjónvarpsmerki í mun hærri upplausn en áður hefur boðist í stafrænu sjónvarpi.

Þá fá áskrifendur aðgang að SkjáFrelsi og Stöð 2 frelsi; þjónustu sem felur í sér að áskrifendur þessara stöðva geta horft á dagskrána þegar þeim hentar