Netbókabúð í sókn

Netbókabúð Sunnlenska bókakaffisins á Selfossi er í stöðugri sókn. Á árinu hafa um 5.000 titlar verið skráðir inn þannig að heildarfjöldi titla í versluninni er um 15.000.

Netbókabúðin sinnir pöntunum víðsvegar hér heima og erlendis.

Að sögn Bjarna Harðarsonar, bóksala, voru um 30% viðskiptanna á fyrstu níu mánuðum ársins við viðskiptavini utan landsteinanna.

Auk þeirra bóka sem eru í hillum verslunarinnar er netbókabúðin með geymslur í bílskúr og kjallara við Austurveginn á Selfossi. Í skrám verslunarinnar eru rit á verðbilinu frá 100 krónum upp í 300 þúsund krónur.

Netbókabúð Sunnlenska bókakaffisins