Netaveiðum verði hætt í sumar

Hópur rétthafa netaveiði í Ölfusá og Hvítá hefur mælst til þess við netaveiðibændur að dregið verði úr veiðisókn eða netin tekin upp það sem eftir er veiðitímans í ár.

Slakar laxagöngur í sumar eru ástæðan og vilja veiðiréttareigendur stuðla að því að fleiri laxar nái að hrygna og bæta seiðabúskap ánna.

„Veiðin fór vel af stað í sumar. Uppistaðan var tveggja ára fiskur en minni fiskurinn fór ekki að sjást í lok júlí eða byrjun ágúst, eins og venjulega. Við vitum ekki ástæðuna fyrir því en þykir ábyrgðarhluti að bregðast ekki við,“ segir Haraldur Þórarinsson, veiðiréttarhafi í Laugardælum og einn þeirra netabænda sem standa að tilmælunum sem samþykkt voru sammála á fundi hópsins í Þingborg, í Morgunblaðinu í dag.

Fyrri greinÖflugt hjá Hamri í Sandgerði
Næsta greinFrábær mæting í morgunmatinn