Netaveiði að hverfa í Þorlákshöfn

,,Hér hefur ekki verið bátur á sjó við netaveiðar vikum saman,” sagði Indriði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, í samtali við Sunnlenska.

Indriði sagði að mikil breyting væri nú að koma fram í sjávarútvegi og netaveiðar nánast að leggjast af frá Þorlákshöfn og reyndar einnig fleiri höfnum á suðvesturhorninu. Þetta hefur sem gefur að skilja í för með sér talsvert tekjufall fyrir höfnina í Þorlákshöfn.

,,Þetta er mikil synd enda eru hér frábær fiskimið fyrir utan. Það kom fram í netarallinu fyrir skömmu að það er nægur fiskur hér og Friðrik Sigurðsson náði í góðan afla þá. Það er blóðugt að ekki skuli vera hægt að sækja þetta og við verðum bara að vona að þorskkvótinn verði aukinn. Það gæti breytt miklu.”

Fyrri greinLeggst gegn breytingum á lögregluumdæmum
Næsta greinÓttast áhrif Ölfusárvirkjunar á laxastofna í uppsveitum