Netaveiðin gengur vel

„Það hefur gengið mjög vel,“ segir Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um laxveiði sumarsins í Þjórsá.

Urriðafoss á netalagnir við samnefndan foss og einnig neðar í ánni. Einar segir meðalveiði allra 160 jarðanna í veiðifélagi Þjórsár vera um fjögur þúsund laxa á sumri. Dágóður hluti aflans sé dreginn á land á jörðunum þremur beggja vegna við Urriðafoss.

Einar ekur með aflann til Reykjavíkur þar sem hann er seldur í Melabúðinni. Í síðustu viku sendi hann prufusendingu með flugi til London en Einar kveðst ekki vita til þess að aðrir netabændur sendi lax utan með flugi.

Vísir greindi frá þessu

Fyrri greinUppskerubrestur og hærri rafmagnsreikningur
Næsta greinÁrborg tapaði í Eyjum