Nesjavallaleið lokuð í vetur

Nesjavallaleið hefur verið lokað fyrir umferð í vetur. Engin vetrarþjónusta hefur verið á Nesjavallaleið og hafa aðstæður til aksturs verið mjög mismunandi. Á tíðum hefur verið mjög hált á veginum eða hann ófær.

Að ósk Orkuveitu Reykjavíkur var ákveðið að loka veginum í febrúar í fyrra og gekk sú lokun vel, því er farin sama leið núna.

Lokunin hefur þegar átt sér stað og verður opnað aftur þegar aðstæður leyfa í vor. Skilti með upplýsingum um að vegurinn væri ekki þjónustaður að vetri til voru uppi en nú hafa verið sett upp skilti um lokun auk lokunar á veginum sjálfum.

Fyrri grein„Niðurskurður af þessum toga getur kostað mannslíf“
Næsta greinBerjast gegn tilfærslu starfa til Reykjavíkur