Nesjavallaleið lokuð á miðvikudag og fimmtudag

Vegna framkvæmda verður Nesjavallaleið lokuð í Kýrdal austan við Háhrygg frá kl. 8:00 miðvikudaginn 24. júní til kl. 18:00 fimmtudaginn 25. júní.

Leggja þarf lögn undir veginn skammt ofan við Nesjavallavirkjun og Vegagerðin hefur veitt heimild til að loka honum á meðan.

Vegfarendum sem ætluðu að fara þarna um á þessum tíma er bent á veg 36, Þingvallaveg, eða veg 1, Suðurlandsveg. Frá höfuðborgarsvæðinu verður þó hægt að komast eftir Nesjavallaleiðinni að upphafsstöðum margra merktra gönguleiða um Hengilssvæðið.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þessari lokun.

Fyrri greinMaðurinn sem féll í Þingvallavatn látinn
Næsta grein„Flot er fyrir konur, börn og karla“