Nemendur í Sunnulækjarskóla styrkja Sjóðinn góða

Nokkrir 8. bekkingar í Sunnulækjarskóla á Selfossi ákváðu að leggja styrktarsjóð Selfosskirkju lið og seldu mandarínur og piparkökur á kaffistofu starfsfólks á þemadögum í síðustu viku.

Verkefnið unnu þær Helena, Ísabella Sara, Karen Lind og Katrín Birna í 8. ÞMB í tengslum við þemadaga um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en þær unnu út frá markmiðinu um aukinn jöfnuð.

Þær útbjuggu einnig vídeó til að hvetja fólk til að gefa jólaföt til Rauða krossins eða leggja inn á styrktarreikning Selfosskirkju, Sjóðinn góða, og hafa þær fengið góð viðbrögð við þessu frábæra framtaki. Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu.

Vídeóið er að finna á þemasíðu skólans.

Vilji einhver leggja Sjóðnum góða lið þá eru öll framlög vel þegin. Reikningsnúmer sjóðins er: 325-13-301169, kennitala 560269-2269.

Fyrri greinRagnar Geir: Frelsi til að velja lítið – mun nýtnihyggja leysa húsnæðisvandann?
Næsta greinOlíuleki úr jeppa tilkynntur til lögreglu