Nemendum boðið upp á hafragraut

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps hefur samþykkt að bjóða nemendum grunnskólans upp á hafragraut á morgnana.

Þá gefst foreldrum kostur á að kaupa ávexti og grænmeti í stað nestis.

Það var fræðslunefnd sem skor­aði á sveitarstjórn að bjóða nemend­u­m upp á þessa morgunhressingu eftir nokkra umræðu um hollustu skólamáltíða.