Neitaði að yfirgefa partíið

Lögreglan á Selfossi fjarlægði mann úr gleðskap í heimahúsi þar í bæ í gærkvöldi en á honum fannst hvítt duft sem lögreglu grunar að sé amfetamín.

Maðurinn var í húsinu ásamt öðru fólki en fór fljótt að sýna af sér ýmsa óskemmtilega hegðun og að því kom að gestgjafar og aðrir gestir vildu losna við hann. Hann neitaði aftur á móti að fara og því var lögregla kölluð til aðstoðar.

Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var í annarlegu ástandi en hann gisti fangaklefa í nótt og verður yfirheyrður síðar í dag.