Neisti hrökk í bensínslöngu

Eldur kom upp í bifreið sem verið var að rífa við íbúðarhús við Eyraveg á Selfossi á sjöunda tímanum í kvöld.

Neisti hrökk í opna bensínslöngu og ekki var að sökum að spyrja því eldur blossaði strax upp.

Slökkviliðið á Selfossi var kallað út og réði niðurlögum eldsins á skammri stundu.