Nefhjóli og olíu stolið

Um 500 líturm af olíu var stolið af bíl Olíudreifingar þar sem hann stóð í stæði við Austurveg 69 á Selfossi aðfaranótt 15. maí sl.

Olíuþjófnaðir hafa verið nokkuð tíðir að undanförnu að sögn lögreglu og óskar hún upplýsinga sem leitt gætu til þess að þau mál upplýstust.

Þá var nýju nefhjóli stolið undan kerru við hesthúsahverfið á Selfossi að kvöldi 19. maí sl. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki.

Fyrri greinFór úr axlarlið í flúðasiglingu
Næsta greinHraðakstur og ölvun í Árnessýslu