Nefbrotinn eftir líkamsárás

Ráðist var á mann þar sem hann var að pissa á bak við skemmtistaðinn Happy hour í Þorlákshöfn rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt laugardags.

Árásarmaðurinn var einn og réðist aftan að fórnarlambinu. Hann tók manninn niður og lét hnefahögg dynja á andliti mannsins sem sem nefbrotnaði í árásinni.

Sá sem varð fyrir árásinni þekkti ekki árásarmanninn né vissi hann hvað honum gekk til. Honum er lýst sem 180 sentimetra háum, grannvaxinn og burstaklipptur klæddur röndóttri skyrtu. Lögreglumenn leituðu um tíma að þessum manni án árangurs.

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.