Nefbrotinn á djamminu

Ungur maður var sleginn hnefahögg í andlitið á skemmtistað á Selfossi aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði.

Lögregla var ekki kölluð á staðinn en árásarþolinn tilkynnti um árásina eftir að hann kom á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem hann lét gera að sárum sínum.

Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til en málið er í rannsókn og vitað er hver árásarmaðurinn er.