Nauðungarsölum fækkar aðeins

Fyrstu átta mánuði ársins hafa 184 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum á Selfossi, tólf færri en á sama tíma og í fyrra.

Í fyrra höfðu 196 fasteignir höfðu verið seldar á sama tímabili.

Samkvæmt upplýsingum sem sunnlenska.is fékk hjá Bylgju Þorvarðardóttur, nauðungarsöluritara hjá sýslumannsembættinu á Selfossi, hefur beiðnum um nauðungarsölur fækkað töluvert. Það sem af er árinu eru beiðnirnar 781 en á sama tíma í fyrra voru þær 946. Allt árið í fyrra voru nauðungarsölubeiðnir 1.421 hjá sýslumanninum á Selfossi.

Fyrri greinTvö ný andlit í Útsvarinu
Næsta greinMatarsmiðja tekur til starfa