Nauðlenti á Biskupstungnabraut

Lítil tveggja sæta kennsluflugvél nauðlenti á Biskupstungnabraut skammt frá Kjóastöðum um hádegi í dag. Tveir voru í vélinni og sakaði þá ekki.

Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög nauðlendingarinnar ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Lítil umferð var á veginum þegar flugvélin lenti og gekk lendingin eins og best varð á kosið.

Flugvélin er kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis en um borð voru nemandi og kennari.

Fyrri greinAndvígir byggingu miðaldadómkirkju
Næsta greinEkki stendur til að auka vinabæjastarf