Nanna ráðin skrifstofustjóri UTU

Nanna Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. Hún tók við starfinu 1. mars sl. en starfið var auglýst á síðasta ári í samstarfi við Hagvang.

Nanna tekur við starfinu af Jóhannesi Hreiðari Símonarsyni, sem ráðinn var framkvæmdastjóri Auðhumlu svf.

Nanna er með BA í opinberri stjórnsýslu, APME í verkefnastjórnun og alþjóðlega IPMA vottun sem verkefnisstjóri. Hún á að baki fjölbreytta starfsreynslu úr einkageiranum og hjá hinu opinbera og hefur þekkingu og reynslu á stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga. Samhliða námi og fyrri störfum hefur Nanna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum auk þess sem hún hefur sinnt eigin rekstri.

Fyrri greinHamarsmenn komnir í úrslitarimmuna
Næsta greinAllt í járnum í lokaumferðinni